Jórunn og Guðmundur Helgi sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. desember 2015 18:49

2015riffill50m12des2015riffill50m12des123ka2015riffill50m12des123kv2015riffill50m12des123lid2015riffill50m12dessilidLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í 50 m liggjandi riffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Keppni í kvennaflokki var mjög spennandi milli tveggja efstu þar sem Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 0,1 stigi með skori uppá 616,0 stig en Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur með 615,9 stig. Í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 487,0 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 611,0 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 610,7 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 608,8 stig. Í liðakeppninni sigraði lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.802,8 stig, í öðru sæti var lið Skotfélags Reykjavíkur með 1.790,4 stig og í þriðja sæti var lið Skotdeildar Keflavíkur með 1.777,6 stig.

AddThis Social Bookmark Button