Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag er nú lokið. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 527 stig, annar varð Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 526 stig og í þriðja sæti Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 521 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,501 stig en hana skipuðu auk Ívars þeir Guðmundur T. Ólafsson og Ólafur Egilsson, önnur varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,461 stig sem skipuð var ásamt Karli þeim Kolbeini Björgvinssyni og Jóni Á. Þórissyni og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar sem skipuð var Grétari ásamt Þorbjörgu Ólafsdóttur og Þórði Ívarssyni. Að venju var keppt í flokkum þar sem krýndur var Íslandsmeistari hvers styrkleikaflokks. Í 1.flokki varð Grétar M.Axelsson úr SA Íslandsmeistari, í 3.flokki varð Ólafur Gíslason úr SR Íslandsmeistari og í 0.flokki varð Íslandsmeistari Ívar Ragnarsson en hann var að keppa á sínu fyrsta landsmóti í þessari grein og hélt heimleiðis með þrjá titla í farteskinu.