Íslandsmótið i Sportskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. 17 keppendur mættu til leiks og fóru leikar þannig að Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari með 551 stig. Í öðru sæti varð Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 539 stig og í þriðja sæti Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 532 stig. A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði í liðakeppninni með 1,569 stig. Sveitina skipuðu Friðrik Goethe, Eiríkur Ó. Jónsson og Ólafur Egilsson. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,539 stig með innanborðs Karl Kristinsson, Jón Á. Þórisson og Kolbeinn Björgvinsson. Þriðja varð sveit Skotfélags Akureyrar skipuð Grétari M. Axelssyni, Þórði Ívarssyni og Þorbjörgu Ólafsdóttur með 1,533 stig. Ljósm:JAK