Ásgeir náði 9.sætinu í Ríó Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. apríl 2016 13:58

asgsig loft m steyrÁsgeir Sigurgeirsson var að ljúka keppni á Heimsbikarmótinu í Ríó í Brasilíu. Hann keppti núna í Frjálsri skammbyssu og hafnaði þar í 9.sæti og vantaði aðeins 1 stig til að komast í úrslit. Skorið var fínt hjá honum eða 558 stig og 11 x-tíur (92-95-97-92-89-93). Mótið var prufumót fyrir Ólympíuleikana í sumar á sama stað en Ásgeir hefur ekki tryggt sæti á þeim. Það verður ekki ljóst fyrr en í sumar hvort hann öðlist þátttökurétt fyrir Íslands hönd.

AddThis Social Bookmark Button