Mánudagur, 25. apríl 2016 20:28 |
Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni á miðvikudaginn. Mótið hefst kl.17:00 og ætti að verða lokið um 20:30. Fyrirkomulag er þannig að menn fara útá braut um leið og pláss leyfir. Hægt verður að hefja keppni í síðasta lagi kl. 19:30. Flestar bestu skyttur landsins eru skráðar til leiks og má því búast við harðri keppni. Efstu keppendur úr Skotfélagi Reykjavíkur hljóta titilinn Reykjavíkurmeistari 2016.
|