Íslandsmeistaramótið í Frjálsri skammbyssa fer fram á skotsvæði félagsins á Álfsnesi á sunnudaginn. Skráðir keppendur eru 10 talsins. Keppt er með einskota cal.22lr hlauplöngum skammbyssum, sem sérhannaðar eru fyrir þessa keppni. Þessi grein er ein sú elsta í Ólympíuprógramminu en keppt var í henni á fyrstu Ólympíuleikunum í Aþenu 1896. Þessi grein er eingöngu karlagrein á alþjóðavettvangi en Skotíþróttasambandið ákvað að opna hana fyrir bæði kyn og keppa þau því á jafnræðisgrundvelli hérlendis.