Christensenmótið fór fram í Egilshöllinni í kvöld. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 575 stig, Thomas Viderö úr SFK varð annar með 552 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr SR með 548 stig. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 593,9 stig, annar varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 586,3 stig og þriðji Robert Vincent Ryan úr SR með 532,9 stig.