Íslandsmótinu í Frjálsri skammbyssu lauk nú fyrir stundu á Álfsnesi í Reykjavík. Íslandsmeistari varð Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 555 stig. Í öðru sæti varð Thomas Viderö úr SFK með 516 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 508 stig en Stefán Sigurðsson úr SFK var einnig með 508 stig en Jórunn hafði betur með 4 x-tíur en Stefán með 3. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,510 stig en sveitina skipuð Ásgeir, Jórunn og Guðmundur Helgi Christensen. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs, skipuð Thomasi, Stefáni og Báru Einarsdóttur, með 1,473 stig. Í þriðja sæti varð svo B-sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð Guðmundi Kr. Gíslasyni, Karli Kristinssyni og Engilbert Runólfssyni.Â