Sunnudagur, 08. maí 2016 16:01 |
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fer fram á skotvöllum Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Kvennakeppnin fór fram í gær, laugardag en keppendur voru tveir að þessu sinni. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar sigraði og jafnaði Íslandsmetið með fínu skori, 55 stig (21-13-21) en Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur tók silfrið með 52 stig (19-17-16).
|