Sunnudagur, 08. maí 2016 21:38 |
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fer fram á skotvöllum Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðrulands sigraði með 117 stig (24 23 23 22 25), í öðru sæti varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 114 stig (21 22 25 25 21) og í þriðja sæti varð Guðmundur Pálsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 109 stig (21 19 23 24 22).Â Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með Örn Valdimarsson, Guðmund Pálsson og Kjartan Örn Kjartansson innaborðs með 317 stig. Í öðru sæti hafnaði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 289 stig. Hana skipuðu Hákon Þ. Svavarsson, Sveinbjörn Másson og Guðmundur Þórisson. Í þriðja sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 281 stig en hana skipuðu Hörður Sigurðsson, Jakob Þ. Leifsson og Kristinn Rafnsson.
|