Sunnudagur, 23. október 2016 14:18 |
Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður var að ljúka keppni hjá liði sínu TSV Ötlingen í Þýskalandi. Þetta er önnur helgin á þessu keppnistímabili sem hann heldur utan til keppni með liði sínu í Bundesligunni. Ásgeiri gekk fanta vel um helgina. Í gær var skorið frábært 388 stig en mótherinn hans Aadreas Riedener skoraði 377 stig . Keppti TSV Ötlingen við SV Altheim Waldhausen og vann Ötlingen þá viðureign 3 - 2.
Rétt í þessu var að ljúka viðureign TSV Ötlingen við SSG Dynamit Furth. Ásgeir vann sína viðureign við Alessio Torracchi með mjög góðu skori 386 stig á móti 377 stigum Alessio. Ötlingen tapaði viðureigninni 4-1
|