Laugardagur, 10. desember 2016 21:40 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag féll eitt Íslandsmet en sveit Skotíþróttafélags Kópavogs í kvennaflokki bætti eigið met um heil 40 stig og endaði með 1.762,5 stig. Sveitina skipuðu Bára Einarsdóttir, Margrét L. Alfreðsdóttir og Guðrún Hafberg. Í karlaflokki sigraði Stefán E. Jónsson úr SFK með 612,5 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 611,3 stig og með sama stigafjölda en færri X-tíur varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 615,9 stig, önnur varð Margrét L.Alfreðsdóttir með 581,7 stig og í 3ja sæti hafnaði Guðrún Hafberg með 564,9 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.803,1 stig (Guðmundur H.Christensen, Þorsteinn B.Bjarnarson og Þórir Kristinsson), í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,5 stig (Ívar M.Valsson, Valur Richter og Guðmundur Valdimarsson) en í þriðja sæti hafnaði sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.786,2 stig (Theodór Kjartansson,Dúi Sigurðsson og Bjarni Sigurðsson). Myndir: JAK
|