Á landsmóti STÍ í 50 metra Þrístöðu riffilkeppni sem haldið var í Egilshöllinni í dag féll en eitt Íslandsmetið í liðakeppninni og nú hjá körlunum. Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti metið um heil 105 stig og endaði með 3.002 stig. Sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn B. Bjarnarson og Róbert V. Ryan. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 2,578 stig en hana skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes.
Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 1,107 stig, annar varð Theódór Kjartansson úr SK með 980 stig og í þriðja sæti varð Robert V.Ryan úr SR með 955 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 493 stig, önnur varð Guðrún Hafberg úr SFK með 442 stig og í þiðja sæti varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 366 stig.