Föstudagur, 10. mars 2017 09:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu. Hann átti mjög góðan endasprett en hann endaði á 578 stigum (93 98 99 95 94 99) og 18x-tíur ! Úrslitin hefjast kl.10:00 og verða send út í lifandi mynd hérna: http://esc-shooting.org/livemaribor2017/
UPPFÆRT: Ásgeir hafnaði í 7.sæti af 68 keppendum að þessu sinni. Hann er í hörkuformi og er vonandi tilbúinn í átök næstu missera við að tryggja sér þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Japan 2020. Hægt er að sjá nánari úrslit hérna.
|