Íslandsmet á RIG í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. febrúar 2017 13:33

2017rigurslitskotfimi2017rigallir2017rigriffka132017rigriffkv1232017rigriffopen1232017rigasgvikÁ Reykjavíkurleikunum í Egilshöllinni í dag setti Viktoría Erla Þ.Bjarnarson nýtt Íslandsmet í Unglingaflokki í Loftriffli, 331,2 stig. Annars endaði keppnin í loftriffli kvenna þannig að Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 399,2 stig, Viktoría varð önnur og Þórey Inga Helgadóttir varð þriðja með 295,9 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 593,0 stig, Theódór Kjartansson úr SK varð annar með 564,8 stig og í þriðja sæti varð Róbert Vincent Ryan úr SR með 550,5 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 576 stig, annar varð Thomas Viderö úr SFK 559 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 552 stig. Við verðlaunaafhendinguna tilkynnti mótsstjórn um val á skotkonu og skotkarli mótsins sem voru þau Ásgeir Sigurgeirsson og Viktoría Erla Þ. Bjarnarson. Þess má geta að Viktoría er aðeins 15 ára gömul. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button