Íslandsmót í Sport skammbyssu í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. apríl 2018 19:24

ivarragnars
2018sp60islm15apr2018sp012018sp022018sp032018sp042018sp05Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og 6 innri tíur, í öðru sæti Friðrik Goethe úr SFK með 551 stig og 5 innri tíur. Í þriðja sæti varð Þórður Ívarsson úr SA með 536 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppninni urðu A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs (SFK) með 1,620 stig, í öðru sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,520 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 1,475. Nánari úrslit eru á úrslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button