Guðmundur Helgi og Jórunn sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 26. nóvember 2018 07:17
Á landsmóti STÍ í þrístöðuriffli á Ísafirði,sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,103 stig, í öðru sæti varð Valur Richter Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 1,014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 959 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 1,063 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1049 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 952 stig. Nánar um úrslit helgarinnar á www.sti.is
AddThis Social Bookmark Button