Mánudagur, 10. desember 2018 16:41 |
Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Digranesi í Kópavogi í dag. Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 469 stig, í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 465 stig og 3 x-ur og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með sama stigafjölda en eina x-tíu.
|