Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í loftskammbyssu unglinga hlaut gullið Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 467 stig. Í kvennakeppninni sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 536 stig og Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar varð önnur með 521 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 533 stig, Izaar Arnar Þorsteinsson úr Skotfélagi Akureyrar varð annar með 516 stig og þriðji varð Ingvi Eðvarðsson úr Skotdeild Keflavíkur með 513 stig.
Í loftriffli unglinga fékk Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 558,5 stig. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í kvennflokki með 591,8 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 588,0 stig, annar varð Róbert Vincent Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 573,9 stig og Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji með 555,8 stig. Nánari úrslit hérna.