Miðvikudagur, 29. janúar 2020 08:44 |
 Um helgina er skotfimi á dagskrá Reykjavíkurleikanna. SR sér um framkvæmdina einsog áður. Hér fylgir keppendalisti og riðlar báða dagana. Keppni hefst á laugardaginn í loftskammbyssu kl.9 og eins á sunnudaginn í loftriffli kl.9. Keppnisæfing í loftskammbyssu er kl.19-21 á föstudaginn. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni í sal 3 og 4 í nýju byggingunni. Farið er inn um aðalinnganginn og upp á aðra hæð þegar inn er komið. Hægt verður að fylgjast með keppnunum á þessum slóðum : LOFTSKAMMBYSSA og LOFTRIFFILL
|