Íslandsmet á Christensen mótinu í gærkvöldi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 06. maí 2009 08:23
Á Christensen mótinu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í opnum flokki í loftskammbyssu með 575 stig. Í opnum flokki í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir með 576 stig. Íris Eva Einarsdóttir tók nú þátt í loftriffli í fyrsta skipti í vetur og gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet unglinga um 10 stig. Bjarki Karl Snorrason bætti einnig Íslandsmet sitt í unglingaflokki og náði nú 418 stigum. Árangur Jórunnar í loftriffli er hæsta skor sem náðst hefur í loftriffli hérlendis með 60 skotum en konur fá aðeins viðurkennd met í 40 skotum. Nánari úrslit eru á síðu Skotsambandsins, www.sti.is
AddThis Social Bookmark Button