RIFFILSKOTKEPPNI 26.JÚLÍ Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 01. júlí 2009 10:06

Hlað-Norma riffilkeppnin verður haldin sunnudaginn 26.júlí á Álfsnesi.

Skotið verður á 100 metra færi fríhendis og á 300 metrum af skotborðunum. Samanlagður árangur ákvarðar sigurvegara. Einungis er leyft að nota hlaupvídd 6,5x55 og 308 og aðeins NORMA Diamond Line skotfæri, sem verða seld hjá Hlað með 25% afslætti fram að móti.

Á fimmtudagskvöld fram að móti eru sérstök æfingakvöld og verða þar vanar riffilskyttur til aðstoðar í riffilskýlinu. Verðlaun munu verða afar vegleg. Verslunin Hlað sér um mótahaldið og styrkir það veglega. Nánar á www.hlad.is

AddThis Social Bookmark Button