Mánaðarkeppnir í skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 14. október 2009 09:33

Miðvikudagar eru nú fráteknir í Egilshöllinni fyrir sérstakar skammbyssuæfingar

í púðursalnum kl.19-21. Loftbyssusalurinn er hinsvegar opinn einsog áður. Í framhaldi af því hefur verið ákveðið að halda regluleg mót fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Reglurnar eru í hnotskurn þessar:

Í hverju móti er skotið 30 keppnisskotum á 25m færi.Skotið er á standard-pistol skífur, 5 skotum á hverja skífu. Skotnar eru sex 5 skota hrinur á merktar keppnisskífur og keppendur stjórna sjálfir gangi keppninnar hver fyrir sig.Engin takmörk eru á fjölda prufuskota.Tímamörk eru 1 klst frá því skotstjóri tilkynnir upphaf keppni.Byssan skal vera .22 cal, þyngd á gikk má ekki vera undir 1000 gr.Sigurvegari vetrarins verður sá sem á besta meðaltal úr sínum bestu þrem mótum. (Þannig kemur ekki að sök þótt ekki sé hægt að mæta í öll mót).Mótin eru haldin á miðvikudagskvöldum og hefst keppni kl 20:00 en æfingasalur er opinn frá kl 19:00. Fyrsta mótið verður 21. okt 09 og síðan er stefnt að móti fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði.Mótin eru opin en þurfi að takmarka fjölda keppenda skulu félagar SR hafa forgang. Gjald fyrir þátttöku er ekki tekið umfram æfingagjöld.

 

AddThis Social Bookmark Button