Fimmtudagur, 04. febrúar 2010 16:51 |
Mótinu í Hollandi var að ljúka með sigri Ásgeirs. Samtals náði hann 677,9 stigum en Tanyu Kiriakov, fyrrum Ólympíumeistari, þjarmaði að honum í lokin og endaði á 677,3 ! Sauca féll niðrí 3ja sætið með 676,6 stig. Þar með landaði Ásgeir sínum fyrsta sigri á Aljóðlegu móti utan Smáþjóðaleikanna. Á morgun verður svo haldið áfram og hefst keppnin í karlaflokki kl. 7:00 að okkar tíma en finalinn verður kl.13:45.
|