Fimmtudagur, 04. febrúar 2010 13:30 |
Þá er undankeppninni í Hollandi lokið í dag og er Ásgeir í 1.sæti með 578 stig. Hann var að skjóta ágætlega framan af 95-99-98-96-98 en átti slakan endi, 92. Í öðru sæti er Rúmeninn Alexandru Sauca með 577 og í því þriðja er Búlgarinn Tanyu Kiriakov mðe 576 stig, en hann hefur þrívegis hlotið verðlaun á Ólympíuleikum, gullið fékk hann 1988 í loftskammbyssunni og brons 1996 en síðan fékk hann gullið í fríbyssunni árið 2000 í Sidney. Í fyrra hafnaði hann í 9.sæti í loftskammbyssunni. Það er því ljóst að finallinn verður afar spennandi en hann hefst að okkar tíma kl.16:00.
|