Ásgeir að keppa í Hollandi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 03. febrúar 2010 14:59

Skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson, er nú staddur í Haag í Hollandi. Hann er þar að taka þátt í Intershoot en það eru þrjú sterk mót, 1 mót á dag í loftbyssugreinunum. Hann keppir þar í loftskammbyssu karla. Verður hægt að fylgjast með skorinu hans í beinni útsendingu hérna næstu þrjá daga, á morgun fimmtudag kl.11:30, að íslenskum tíma, og svo final kl.16:00, föstudag kl. 07:00 og final kl.13:45 og á laugardaginn kl.10:15 og finalinn kl.15:30. Vefmyndavélar eru einnig í keppnissalnum og má þar fylgjast með keppendum. 

AddThis Social Bookmark Button