Sunnudagur, 28. mars 2010 18:55 |
Riffilmótinu er nú lokið og sigraði Eiríkur Björnsson
með 81 stig en hann notaði FN riffil í cal.375, í öðru sæti varð Arnfinnur Jónsson með 75 stig en hann notaði Mannlicher í cal. 9x56 og í þriðja sæti varð svo Jóhann Vilhjálmsson með 70 stig og notaði hann Sauer í cal.9,3x62. Keppendur voru 28 talsins en eingöngu mátti nota hlaupvídd 8,5mm og stærra. Það eru caliber sem notuð eru eingöngu til veiða erlendis. Áhorfendur voru einnig mjög margir og sjaldan verið eins góð mæting á áhorfendabekkina. Hlað gaf verðlaun til mótsins en 1stu verðlaun voru m.a.utanlandsferð í boði Icelandair. Keppnin tókst í alla staði mjög vel og ljóst að það verður endurtekið að ári. Úrslit mótsins eru hérna og svo myndir hérna.
|