Íslandsmótinu í loftbyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. apríl 2010 17:37
Íslandsmótið í loftskammbyssu og loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Úrslitin eru hérna og myndir hérna. Helstu úrslit urðu þau að Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í skammbyssu karla, Jórunn Harðardóttir í skammbyssu kvenna, Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli karla, Jórunn í loftriffli kvenna, Íris Eva Einarsdóttir í loftriffli unglinga, Steinunn Guðmundsdóttir í loftskammbyssu unglinga í kvennaflokki, en hún setti í leiðinni nýtt Íslandsmet með final, Skúli F. Sigurðsson í skammbyssu unglinga í karlaflokki og A-Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni með þá Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmund Helga Christensen og Guðmund Kr. Gíslason innanborðs.
AddThis Social Bookmark Button