Laugardagur, 01. maí 2010 21:19 |
Okkar maður, Örn Valdimarsson, sigraði á landsmótinu í skeet, sem haldið var í Þorlákshöfn í dag. Hann skaut 68 leirdúfur af 75 í undankeppninni og toppaði síðan árangurinn og skaut allar 25 skífurnar í úrslitakeppninni. Þorgeir M.Þorgeirsson varð í 7.sæti og Einar Einarsson varð í 14.sæti. Saman enduðu þeir í 3.sæti í liðakeppninni. Óskar Karlsson skaut 45 dúfur og varð í 1.sæti í unglingaflokki. Fínn árangur hjá okkar mönnum.
|