Fimmtudagur, 29. apríl 2010 19:30 |
Á þriðjudaginn kemur verður haldið hið árlega Christensenmót í loftbyssugreinunum en það er haldið til minningar um Hans P.Christensen fyrrverandi ritara félagsins. Keppendur geta byrjað kl. 14:00 á þriðjudaginn en keppt er í opnum flokki, þ.e. karlar og konur skjóta bæði 60 skotum. Gott væri að fá skráningu frá þeim sem hug hafa á að mæta til keppni en það er þó ekki nauðsynlegt. Þið getið skráð ykkur á staðnum. Mótið er opið öllum óháð félagsaðild. Hefð hefur skapast fyrir því að skyldumæting er á mótið af félagsmönnum okkar.
|