546 stig í frjálsu skammbyssunni Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 01. júlí 2010 09:10
Ásgeir Sigurgeirsson er nú að keppa á heimsbikarmótinu í Belgrad í Serbíu. Hann lauk keppni í loftskammbyssu á mánudaginn með 573 stig en Íslandsmet hans er 586 stig sem hann setti í nóvember 2009, og hafnaði í 42.sæti af 82 keppendum, sem er alveg stórfínn árangur. Mótið er gríðarsterkt og eru þarna saman komnir allir bestu skotmenn í heimi. Í gær keppti hann í undankeppninni í frjálsri skammbyssu og komst hann í gegnum niðurskurðinn með glæsibrag á 546 stigum. Í aðalkeppninni sem var að ljúka endaði hann í 45.sæti af 73 sem komust í aðalkeppnina, með 546 stig einsog í undankeppninni og varð þar fremstur Norðurlandabúa. Þess má geta að Íslandsmet hans er 555 stig sem hann setti í Svíþjóð í fyrra. Frábær árangur hjá honum og verður spennandi að fylgjast með honum á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í München í Þýskalandi í byrjun ágúst.
AddThis Social Bookmark Button