Þriðjudagur, 03. ágúst 2010 08:24 |
Ásgeir endaði með 577 stig í loftskammbyssunni í morgun á HM í Þýskalandi. Hann er sem stendur í 20.sæti af um 140 keppendum. Honum gekk bara ansi vel en átti tvær hrinur sem drógu hann niður en skorið var 99 94 96 97 98 93. Samt sem áður er þetta útkoma sem hann ætti að vera mjög ánægður með og er fínt í reynslubankann.
|