Laugardagur, 14. ágúst 2010 21:32 |
Fyrri degi Íslandsmótsins í haglabyssu-skeet sem haldið er á völlum félagsins er nú lokið og var nýr Íslandsmeistari í kvennaflokki krýndur í dag í dag. Inger Anna Ericson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitakeppnina. Í karlaflokki leiðir Bergþór Pálsson úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi en fast á hæla hans koma Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur og Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Keppni hefst aftur í fyrramálið kl. 10:00 en finalinn hefst kl.15:00. Staðan eftir fyrri dag er hérna.
|