Sunnudagur, 15. ágúst 2010 18:52 |
Bergþór Pálsson úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð í dag Íslandsmeistari í haglabyssu-skeet og skaut þar 114 skífur af 125. Í öðru sæti varð Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í 3ja sæti varð svo Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í unglingaflokki sigraði Sigurður U.Hauksson úr Skotfélagi Húsavíkur, í öðru sæti varð Pétur H. Friðriksson einnig frá Húsavík og í 3ja sæti varð Óskar R. Karlsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍH, í öðru sæti varð sveit SFS og í því 3ja sveit SR. Íslandsmeistarar voru einnig krýndir í öllum flokkum, í Meistaraflokki Sigurþór Jóhannesson úr SÍH, í 1.flokki Bergþór Pálsson úr MAV, í 2.flokki Hilmar Árnason úr SR, í 3.flokki Þórður Kárason úr SÍH, í 0.flokki Vignir J. Vignisson úr SR og í öldungaflokki Halldór Helgason úr SR. Nánari úrslit eru komin á úrslitasíðuna og svo er myndasyrpa að koma hérna.
|