Mánudagur, 23. ágúst 2010 19:44 |
Opna Reykjavíkurmótið verður haldið á Álfsnesi um næstu helgi. Skotnir verða 3 hringir á laugardeginum og verður þá skipt í tvo jafna flokka fyrir sunnudaginn og fara þá 50% bestu eftir fyrri daginn í A-flokk og hinn hlutinn í B-flokk. Final verður í báðum flokkum. Konur,karlar og unglingar keppa saman. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin í A-flokki og eins í B-flokki. Efsti keppandinn úr Reykjavíkurfélagi hlýtur titilinn Reykjavíkurmeistari 2010. Keppnisgjald er kr. 7,000. Eftir keppni á sunnudeginum bíður félagið öllum keppendum og fylgismönnum þeirra til grillveislu á keppnisstað. Þess ber einnig að geta að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar veitti leyfi til keppni á sunnudeginum samkvæmt ákvæðum í starfsleyfi félagsins. Athugið að skráningu á mótið lýkur að kvöldi þriðjudagsins 24.ágúst.
|