Laugardagur, 28. ágúst 2010 17:31 |
Á Opna Reykjavíkurmótinu er Guðmann Jónasson frá Blönduósi efstur eftir fyrri dag með 69 dúfur, en í öðru til þriðja sæti eru jafnir með 68 dúfur þeir Örn Valdimarsson úr okkar félagi og Bergþór Pálsson, Íslandsmeistarinn frá Blönduósi. Í B-keppninni er Þórður Kárason frá Hafnarfirði efstur með 51 dúfu en unglingurinn okkar, Óskar R. Karlsson, er í öðru sæti með 50 dúfur og svo Vignir J.Vignisson í 3ja sæti með 49 dúfur. Keppnin um verðlaunasætin verður því mjög spennandi á morgun. Keppni hefst kl.10:00 og verða þá skotnir 2 hringir en úrslitin hefjast svo kl.13:45. Staðan eftir fyrri daginn er hérna. Myndir frá keppni dagsins eru svo hérna.
|