Sunnudagur, 29. ágúst 2010 18:01 |
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á mótinu í dag og varð einnig Reykjavíkurmeistari í skeet 2010. Hann skaut 114 undankeppninni og svo 22 í úrslitum og endaði á alls 136 dúfum. Guðmann Jónasson frá skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð annar með 135 stig, eftir bráðabana við Íslandsmeistarann úr sama félaginu, Bergþór Pálsson. ÍB-úrslitum sigraði Þórður Kárason úr SÍH á 103 dúfum, annar varð Óskar R. Karlsson úr SR á 102 dúfum og í 3ja sæti hafnaði Vignir J.Vignisson á 101 dúfu. Úrslitin eru hérna og eins myndir frá mótinu hérna. Þökkum styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn en þeir voru að þessu sinni Sportvörugerðin, Ísnes, Vesturröst, Ellingsen og Hlað.
|