Örn sigraði á Reykjavík Open Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 29. ágúst 2010 18:01
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á mótinu í dag og varð einnig Reykjavíkurmeistari í skeet 2010. Hann skaut 114 undankeppninni og svo 22 í úrslitum og endaði á alls 136 dúfum. Guðmann Jónasson frá skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð annar með 135 stig, eftir bráðabana við Íslandsmeistarann úr sama félaginu, Bergþór Pálsson. ÍB-úrslitum sigraði Þórður Kárason úr SÍH á 103 dúfum, annar varð Óskar R. Karlsson úr SR á 102 dúfum og í 3ja sæti hafnaði Vignir J.Vignisson á 101 dúfu. Úrslitin eru hérna og eins myndir frá mótinu hérna. Þökkum styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn en þeir voru að þessu sinni Sportvörugerðin, Ísnes, Vesturröst, Ellingsen og Hlað.
AddThis Social Bookmark Button