Laugardagur, 18. desember 2010 16:06 |
Ásgeir Sigurgeirsson var að sigra á alþjóðlega mótinu í Luxemburg eftir spennandi úrslitakeppni við rússneska keppinauta sína. Hann skaut 100,3 stig í úrslitum eða alls 684,3 stig. Íslandsmetið sem hann á sjálfur var í hættu á tímabili en það er 685,4. Þetta er hans besta skor á alþjóðavettvangi og veður eflaust vítamínsprauta fyrir hann í framtíðinni. Í öðru sæti varð Bronsverðlaunahafi síðustu Ólympíuleika Vladimir Isakov sem skaut 98,5 í úrslitunum og samtals 679,5 stig. Í þriðja sæti varð Belginn Jean-Marc Derouaux með 100,7 stig í úrslitum og alls 677,7 stig. Þar á eftir komu 4 Rússar, Alexander Danilov 677 stig, Rinat Ayupov 676,6 stig, Sergei Chervyakovskiy með 676,1 stig og Denis Kulakov með 674,1. Í áttunda sæti varð svo Patrick Decker frá Luxembourg með 668,4 stig.
|