Sunnudagur, 15. maí 2011 19:32 |
Á stórrifflamóti Hlað og SR í dag, "Hlað Big Bore", sigraði Eiríkur Björnsson með 79 stig og hlaut í verðlaun ferð með Icelandair til Evrópu. Hann notaði CZ550 í cal.458Lott. Í öðru sæti varð Erlingur Guðleifsson með 74 stig en hann var með Tikka í cal.9,3x62. Í þriðja sæti hafnaði Pálmi S.Skúlason með 73 stig og notaði hann Sako í cal.416Rem. Alls mættu 23 keppendur til leiks. Nánari úrslit á hlad.is og svo eru nokkrar myndir frá mótinu hérna.
|