Fimmtudagur, 12. maí 2011 19:34 |
Á sunnudaginn fer fram stórrifflamót á Álfsnesi. Mótið er í boði Hlað og verða vegleg verðlaun í boði fyrir efstu menn. Lágmarkshlaupvídd riffla sem notaðir verða er 8,5mm. Mótið hefst kl.12:00 og fer skráning fram í Hlað til laugardags. Heimild fyrir mótinu á þessum tíma fékkst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.
|