Fimmtudagur, 23. júní 2011 12:29 |
Sjá frétt á mbl.is
Tekið af mbl; Ásgeir Sigurgeirsson skytta úr Skotfélagi Reykjavíkur setti Íslandsmet á heimsbikarmóti í Þýskalandi í vikunni.
Ásgeir keppti í tveimur greinum, annars vegar með frjálsri skammbyssu og hins vegar með loftbyssu. Í fyrrnefndu greinni fékk hann 565 stig í undanriðslinum og bætti eigið Íslandsmet sem hann setti í S-Kóreu fyrr á árinu.
Ásgeir var 8. af 160 keppendum eftir undanriðilinn en fataðist flugið í úrslitunum og hafnaði í 64. sæti af þeim 79 keppendum sem komust í gegn.
Ásgeir hafnaði í 62. sæti af 136 keppendum í keppni með loftbyssu og fékk 572 stig.
|