Veiðirifflamót Ellingsen verður haldi 24. júlí n.k. Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 15. júlí 2011 11:45

Veiðirifflamót Ellingsen verður haldið á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi og hefst það Kl. 11.00. Keppt verður á 100 metra- og 300 metra færum.

Keppnisfyrirkomulag:  Skotið er á sérútbúnar.......

Skotið er á sérútbúnar Ellingsen skífur á báðum færum. Á 100 metrum er skotið 10 skotum úr standandi stöðu án stuðnings, skottími 10 mínútur. Á 300 metrum er skotið 10 skotum, aðeins eru leyfðir tvífætur til stuðnings og afturpúðar eru bannaðir. Engin vindflögg eru leyfð. Skottími er 10 mínútur. Skilyrði er að skjóta á báðum færum með sama rifflinum. Þetta er ein keppni þannig að samanlagt skor á 100 - og 300 metrum gefur verðlaun. Ekki eru veitt sérstök verðlaun fyrir 100 - og 300 metrana.

 

Reglur, rifflar:  Allar hlaupvíddir og sjónaukar leyfðar. Allir veiðirifflar hvort sem er verksmiðju eða sérsmíðaðir eru leyfðir, sérsmíðaðir Bench Rest rifflar ekki leyfðir. (3” forskefti ekki leyfð)

Allur aukabúnaður eins og ólar, skot jakkar og vettlingar ekki leyfður.

 

             Ekkert keppnisgjald - bara góða skapið - skráning á staðnum !

 

Glæsileg verðlaun:

  1. Gjafabréf frá Ellingsen að verðmæti 50.000 Kr.
  2. RCBS Rock Chucher hleðslupressa að verðmæti. 39.990 Kr.
  3. RCBS Púðurskammtari að verðmæti 23.490 Kr.

 Umsjónarmenn og dómarar:

Jóhann Vilhjálmsson.

Kristmundur Skarphéðinsson.

AddThis Social Bookmark Button