Sunnudagur, 27. maí 2012 19:31 |
Á Landsmóti STÍ í skeet, sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina, sigraði Hákon Þ.Svavarsson úr SFS með 115 stig, en okkar maður Örn Valdimarsson varð annar með 112 stig. Í kvennaflokki var Margrét Elfa Hjálmarsdóttir úr SR eini keppandinn en það kom ekki í veg fyrir að hún bætti fyrri árangur sinn verulega og setti nýtt Íslandsmet kvenna, 39 stig. Í liðakeppninni sigraði A-liðið okkar með þá Örn Valdimarsson, Ellert Aðalsteinsson og Stefán G.Örlygsson innaborðs.
|