Mánudagur, 30. júlí 2012 09:05 |
A-sveitin okkar með þá Ellert Aðalsteinsson(107) Stefán G.Örlygsson(113)og Örn Valdimarsson(107) innanborðs sigraði á Landsmótinu í skeet sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina með 327 stig. Í öðru sæti varð sveit SÍH með 312 stig en B-sveitin okkar með Guðmund Pálsson(105), Þorgeir M.Þorgeirsson(105) og Gunnar Sigurðsson(96) varð í 3ja sæti með 306 stig. Í kvennakeppninni sigraði Dagný Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 31+10=41 stig en í öðru sæti varð Margrét Hjálmarsdóttir einnig úr SR með 31+8=39 stig. Ath að í fréttinni í gær hafði finallinn ekki verið skráður þannig að þær skiptu á sætum. Í einstaklingskeppni karla sigraði Sigurþór Jóhannesson SÍH med 114+24=138 stig, annar varð Hákon Þ Svavarsson SFS með 116+21=137 stig og þriðji varð okkar maður Stefán G.Örlygsson SR með 113+19=132 stig. Fjórði varð Ellert Aðalsteinsson SR með107+24=131 stig, fimmti Jakob Leifsson SÍH 108+23=131 stig og sjötti Örn Valdimarsson SR með 107+23=130 stig. Gunnar Sigurðsson sigraði í öldungaflokki með 96 stig. Bræðurnir Karl F. Karlsson SR á 13-14-14-16-9=66 og Sigtryggur A. Karlsson SR á 12-14-9-15-16=66 urðu jafnir í O.fl. Þeir háðu bráðabana um fyrsta sætið og hafði Karl betur.
|