Sunnudagur, 05. ágúst 2012 09:51 |
Ásgeir Sigurgeirsson endaði í 32.sæti af 38 keppendum í Frjálsri skammbyssu (50m) á Ólympíuleikunum í London í morgun. Hann var töluvert frá sínu besta með 544 stig en Íslandsmet hans er 565 stig síðan í fyrra. Til þess að komast í úrslit þurfti að skjóta 559 stig að þessu sinni. Lokastaðan fyrir úrslit er hérna en úrslit átta efstu hefjast kl.12:30 og er sýnt frá þeim á RÚV.
Jin Jongoh frá Suður Kóreu sigraði eftir harða keppni við landa sinn. Hann var í 5.sæti fyrir úrslit en náði að lokum 0,5 stigum yfir landa sinn. Hann var hér að ná í sitt annað gull á þessum leikum en hann sigraði einnig í Loftskammbyssunni fyrir viku síðan.
|