Mæting er kl.10:00 en keppni hefst kl.11:00 - Gott væri að fá forskráningu á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
annars er bara að mæta og skjóta.
Mótagjald verður kr. 1,500
Flokkaskipting:
Keppt verður í tveimur flokkum:
Léttur flokkur: Rifflar 5kg að heildarþyngd og léttari.
Þungur flokkur: Rifflar yfir 5kg að heildarþyngd.
Búnaður byssu:
Benchrest-rifflar ekki leyfðir.
Sjónaukar: Engar takmarkanir.
Fjarsjár (e. Spotter) ekki leyfilegt að nota.
Hlaupbremsur (e. muzzle brake). Þessi búnaður er leyfður.
Skotstærð: Frá: Cal. .17 til og með 8mm. (Miðkveikt skothylki sem veitt er leyfi fyrir vegna B-skotvopnaréttinda).
Framkvæmd:
Skotstaða og stuðningur: Skotið verður sitjandi frá borði (benchrest). Einungis má nota tvífót að framan sem er fastur við forskepti riffilsins. Ekki má nota annan stuðning við afturskepti en hendi skyttunnar. Allur annar stuðningur er ekki leyfður.
Færi: Skotið verður á þremur færum: 100, 200 og 300m.
Fjöldi skota: Skotið er 5 skotum á hvert færi, samtals 15 skotum.
Æfingaskot eru ótakmörkuð á hliðarskífu á hverju færi.
Skottími: Skottími á hvert færi eru 10 mínútur. Æfingaskot eru innifalin í þeim tíma.
Tegund skotskífa: Skotið verður á „Score-skífur“.
Stigagjöf: Samanlögð stig úr öllum færum ræður úrslitum.
Ef tveir eða fleiri eru jafnir í lok keppni, ræður fjöldi X10. Ef menn eru enn jafnir, ræður fjöldi X10 á 300m næst 200m og loks á 100m. Ef enn er jafnt, skal skjóta bráðabana á 100m, einu skoti í einu þar til niðurstaða fæst.