Eftir fyrri daginn á Reykjavík Open er Roeland Schultz frá Danmörku efstur með 71 stig, Krister Kärki frá Finnlandi er annar með 68 stig og í þriðja sæti er Hákon Þ.Svavarsson með 67 stig, fjórði er Per Swenson frá Svíþjóð með 67 stig, Tommi Takanen fá Finnlandi er fimmti með 65 stig og Örn Valdimarsson er sjötti með 64 stig ásamt Sigurði U.Haukssyni og Sigurði J.Sigurðssyni. Á morgun er skipt upp í A og B úrslit þannig að 16 efstu eftir fyrri daginn fara í A og hinir í B. Í B-úrlsitum er nú Ómar Ó. Jónsson efstur með 58 stig, Jóhannes P.Héðinsson er annar með 57 stig og Brynjar Þ. Guðmundsson þriðji einnig með 57 stig. Á morgun verða finalarnir(úrslitin) fjórir en lokafinal er í Bikarkeppni kvenna og hefst hann um 16:00. Fyrsti final er kl.14:00 í Bikarkeppni karla, kl.14:40 í B-úrslitum og kl. 15:20 í A-úrslitum. Myndir (Photos) frá mótinu eru að koma hér.