Roeland sigraði á SR Open í skeet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. ágúst 2012 19:29

Roeland Schultz frá Danmörku sigraði á SR Open, Opna Reykjavíkurmeistaramótinu, í skeet í dag með 143 stig. Annar varð Per Swensson frá Svíþjóð með 136 stig og Krister Kärki þriðji einnig með 136 stig en Per vann bráðabana við Krister um 2.sætið. Í B-úrslitum sigraði Jóhannes P.Héðinsson með 119 stig, Ómar Ö.Jónsson annar með 117 stig og þriðji Brynjar Þ.Guðmundsson með 114 stig. Keppt var einnig í Bikarkeppni STÍ og sigraði þar Hákon Þ.Svavarsson SFS í karlaflokki með 135 stig, annar varð Sigurður U.Hauksson SKH með 130 stig og þriðji Örn Valdimarsson SR með 129 stig. Hákon varð þar með Bikarmeistari STÍ 2012. Í kvennaflokki sigraði Margrét Elfa Hjálmarsdóttir SR með 48 stig, Árný G. Jónsdóttir SR varð önnur með 34 stig og þriðja varð Dagný H. Hinriksdóttir með 33 stig. Margrét Elfa varð Bikarmeistari STÍ 2012. Efstu SR keppendurnir hlutu svo titilinn Reykjavíkurmeistari 2012, Örn Valdimarsson í karlaflokki og Margrét Elfa Hjálmarsdóttir í kvennaflokki. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni, Sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar varð önnur og B-sveit SR varð í þriðja sæti. Vegleg verðlaun voru veitt í mótinu í boði fjölda styrktaraðila okkar sem eru Veiðihúsið Sakka, Hlað, Ísnes, Intersport, Sportvörugerðin, Íslandsbanki, Ó.Johnson og Kaaber, Vesturröst ofl. Fjöldi mynda birtist síðar í kvöld hérna: http://www.flickr.com/photos/gummigisla/

sr open skeet 2012 results gkg_4734gkg_4800 gkg_4442 gkg_4781 gkg_4775 gkg_4785 gkg_4790 gkg_4634

AddThis Social Bookmark Button