Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag Íslandsmetið í loftriffli, 383 stig en Íris Eva Einarsdóttir SR varð önnur með 359 stig . Jórunn sigraði einnig í loftskammbyssu með 364 stig, önnur varð Inga Birna Erlingsdóttir SR með 333 stig og Laufey Gísladóttir SKA þriðja með 305 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson 579 stig, annar varð Thomas Viderö SFK 570 stig og Stefán Sigurðsson SFK þriðji 537 stig. í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með þá Ásgeir, Guðmund Kr.Gíslason og Jón Arna Þórisson innanborðs með 1622 stig en sveit Skotfélags Kópavogs varð í öðru sæti með 1612 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 571 stig og í öðru sæti varð Sigfús Tryggvi Blumenstein einnig úr SR með 528 stig. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.