Mánudagur, 04. febrúar 2013 20:06 |
Í tilefni nýrra úrslitareglna ISSF ætlum við að halda sérstaka útgáfu af úrslitakeppni í loftskammbyssu og loftriffli mánudaginn 11.febrúar n.k. og hefst keppnin kl.19:30. Fyrirkomulag er þannig að 16 keppendur hefja keppni með því að skjóta tveimur skotum á skífu. Talið verður úr þeim og sá sem á versta skorið fellur úr leik. Haldið verður svo áfram og skotið tveimur skotum á skífu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Keppnin er opin öllum áhugasömum félögum SR og eins utanfélagsmönnum, sem eru boðnir sérstaklega velkomnir. Keppnisgjald er í boði SR. Áhugasamir eru beðnir að staðfesta þátttöku með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
tímanlega til að flýta fyrir uppsetningu mótsins.
|